Kourtney og Scott eyða meiri tíma saman

Kourtney Kardashian og Scott Disick hafa sést saman í auknum mæli síðustu dagana. Talið er að þau séu smátt og smátt að fikra sig í áttina að því að byrja aftur saman.

Sjá einnig: Scott: „Ég mun aldrei hætta að elska Kourtney“

Í nýlegum þætti af Keeping Up With The Kardashians sagði Khloe að hún væri alveg viss um að þau tvö myndu byrja aftur saman einn daginn, en þau hættu saman í sumar eftir að Scott varð heldur náinn fyrrverandi kærustunni sinni Chloe Bartoli. Þau hafa þó alltaf reynt að halda vinskap sínum uppi vegna barna sinna og hafa gert mikið saman eftir skilnaðinn.

Báðir foreldrar Scott eru látnir og oft á tíðum hefur Scott ekki átt í önnur hús að venda, en að fara til Kardashian fjölskyldunnar. Hver veit hvað þessar raunveruleikastjörnur taka til bragðs næst, en það er klárt mál að þau eru orðin afar vinaleg við hvort annað.

38C56FD200000578-3806241-image-a-2_1474792955568

SHARE