Kourtney og Scott fara saman í frí

TV personalities Kourtney Kardashian and Scott Disick attend Chateau Nightclub & Gardens on July 2, 2011 in Las Vegas, Nevada.

Síðustu mánuðir hafa verið upp og niður fyrir Kourtney Kardashian og Scott Disick. Þau hættu saman vegna þess að Scott var að daðra og neyta of mikil áfengis, en eftir sambandsslitin hafa þau haldið vinskap sínum.

Sjá einnig: Kourtney og Scott eyða meiri tíma saman

Raunveruleikastjörnurnar hafa reynt sitt besta við að vera almennileg við hvort annað barnanna sinna vegna. Scott býr skammt frá Kourtney og börnunum, sem leyfir þeim að eyða miklum tíma saman. Fyrir stuttu lét Kourtney Scott fá lykil að húsi sínu og hefur hann varla sofið heima hjá sér síðan.

Aðdáendur velta þó fyrir sér hvort eitthvað meira sé að gerast á milli þeirra, þar sem þau fóru saman í frí til Mexíkó, barnlaus. Þau nutu lífsins á sundlaugarbakkanum og virtust vera í góðum gír. Eflaust eru margir að leita eftir merkjum sem sýna að þau séu orðin mjög náin aftur, en hver veit. Er ástin að blómstra á milli þeirra enn á ný?

3A5165AF00000578-3931370-image-m-49_1479020598450

3A51658C00000578-3931370-image-m-48_1479020557295

3A51644900000578-0-image-a-23_1479020319726

3A51659900000578-0-image-a-16_1479020295201

SHARE