Kristen Stewart og Robert Pattinson í barneignir – Ala barnið upp í Englandi

Það er búið að ganga á ýmsu seinustu mánuði hjá vampíruparinu Kristen Stewart og Robert Pattinson, eftir að upp komst um framhjáhald Kristen með leikstjóra hennar í Snow White an The Huntsman, Rupert Sanders.

Þau virðast nú samt vera að ná sambandinu á eðlilegt ról núna því nú eru þau að sögn vina farin að tala um að eignast börn og sagði Robert við Kristen að svo lengi sem hún verður honum trú þá vilji hann eignast með henni börn. Vinir parsins segja að Kristen sé í skýjunum yfir þessu og finnist hún vera að fá annan séns til að verða hamingjusöm og hún fór meira að segja að gráta þegar Robert sagði þetta við hana.

Þau hafa komið sér saman um að ala barnið sitt upp í Englandi en Robert er þaðan.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here