Krókódíll gómaður með manneskju í munninum

Rúmlega 4 metra langur krókódíll var gómaður á föstudaginn þar sem hann var með hluta af manneskju í kjaftinum. Þetta átti sér stað við síki norður af Florida Botanical Gardens í Largo. Vegfarandi kom auga á krókódílinn og sýndist hann sjá hluta af mannslíkama og hljóp á næstu slökkvistöð til að tilkynna það sem hann sá.

Lögreglan á svæðinu tók dýrið af lífi og kom þá í ljós að jú, þetta var hluti af mannslíkama og fleiri hlutar fundust við leit í vatninu. Ekki hafa enn verið borin kennsl á manneskjuna sem um er að ræða og ekki heldur hvort krókódíllinn hafi valdið andláti viðkomandi eða ekki.


Sjá einnig:

SHARE