Krotað með grænum lit á legstein móður hennar

Thelma Dögg Guðbjörnsdóttir skrifaði um leiðinlegt atvik á Facebook. Hún segir frá því að fyrir 2 árum síðan hafi hún komið að legstein móður sinnar og þar blasti við grænt krot eftir túss, yfir allan legsteininn. Faðir Thelmu hafði gert legsteininn sjálfur eftir að móðir hennar lést.
10563512_10204141933286683_444248542_n
„Ég trúi ekki hvað fólk getur verið illa innrætt. Það var bara spreyjað með einhverju grænu spreyi yfir eiginlega allan steininn,“ segir Thelma og bætir við að það hafi ekki neitt sérstakt verið skrifað og engin mynd.
Skemmdarverkin voru unnin á tveimur öðrum legsteinum í Gufuneskirkjugarði á sama tíma.
10545095_10204141933606691_1569151129_n
„Pabbi minn reyndi að þrífa sem mest af en liturinn sést alveg ennþá á honum,“ segir Thelma Dögg.
Í reglum um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma segir að kirkjugarðar eru friðhelgir og að „Börn yngri en 12 ára mega eigi hafast þar við, nema í fylgd með fullorðnum, sem þá bera ábyrgð á hegðun þeirra.“
SHARE