Krúttmoli dagsins: Lögreglan kemur til aðstoðar

Lögreglumaður var í skóla að skrifa hefðbundna skýrslu um skemmdarverk sem hafði verið unnið þar þegar 6 ára
drengur truflaði hann. Drengurinn horfði á búninginn og spurði svo: Ertu lögga?
Já svaraði lögreglumaðurinn og hélt áfram að skrifa skýrsluna.
Mamma segir að þegar mig vantar hjálp eigi ég að spyrja lögguna, er það rétt? segir sá stutti.
Já það er rétt, svarar lögreglumaðurinn.
Ok, segir sá stutti og teygir annan fótinn að lögreglumanninum, viltu reima?

5a77e49cd34dfd75479102fd60edffa02869bc06cd5cf535b38430f3a695722d

SHARE