Krydduð kjúklingasúpa

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.

Þessi súpa er bragðmikil og þú getur sett í hana hvaða grænmeti sem er og haft hana svo þykka að hún er næstum eins og pottréttur. Berðu hana fram með grófu brauði.

Krydduð kjúklingasúpa f. 4

1 L kjúklingasoð
3 laukar, saxaðir
3 gulrætur, saxaðar
2 msk tómatpúrra
2 tsk karríduft
2 teningar kjúklingakraftur
3 tsk paprikuduft
1/2 tsk þurrkað chili
1-2 rauð chili, fræhreinsuð og fínsöxuð
3 msk olía
6-8 kjúklingaleggir/bitar
3 stórar kartöflur, flysjaðar og skornar í 4 bita hver
500ml vatn
salt og pipar

Settu kjúklingasoðið í pott og láttu suðuna koma upp. Bættu þá út í lauknum og gulrótunum og láttu sjóða á meðan þú útbýrð kryddmaukið og steikir kjúklinginn (sjá áfram).

Í lítilli skál blandarðu nú saman tómatpúrru, karrídufti, kjúklingakrafts teningunum, paprikuduftinu ásamt þurrkaða og ferska chili-inu, svo úr verði hálfgert mauk. Ef þú vilt súpuna frekar sterka þá notarðu 2 chili, annars 1.

Taktu nú skinnið af kjúklingabitunum og hitaðu olíuna í stórum potti, steiktu kjúklingabitana þar til þeir eru brúnaðir.

Bættu nú kryddmaukinu í pottinn og hrærðu vel, steiktu í 2-3 mínútur á meðan þú veltir kjúklingnum upp úr kryddinu.

Helltu  úr soðpottinum (með lauknum, kartöflum og gulrótunum) yfir kjúklingabitana, bættu í 500ml af vatni ásamt kartöflunum. Þetta á  að sjóða í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er mjúkur og kartöflurnar tilbúnar, smakkaðu þá til með salti og pipar.

Berðu fram með smá saxaðri steinselju og grófu brauði.

Endilega smellið einu like-i á

SHARE