Kvenkyns snákar eru með sníp – Meira að segja fleiri en einn

Karlkyns snákar hafa ekki bara einn getnaðarlim heldur tvo, en það var staðfest síðan um 1800. Það var samt ekki fyrr en á þessu ári sem staðfestist að kvenkyns snákar eru með tvo snípa.

Uppgötvun á þessu er lýst ítarlega í nýrri rannsókn sem birt var í Proceedings of the Royal Society B, þar sem aðalhöfundur rannsóknarinnar, doktorsprófessor Megan Folwell við háskólann í Adelaide, segir að það hafi alltaf verið svo mikið „tabú“ að tala um kynfæri kvenna og þess vegna hafi þetta aldrei verið skoðað. Sagt er frá því að líffærin hafi áður verið auðkennd sem ilmkirtlar eða vanþróuð útgáfa af getnaðarlim.

Megan segir frá því að hún hafi krufið snák í þeirri viðleitni að skoða akkúrat þetta. Hvort snákurinn væri með sníp: „Ég var það heppin að viðkomandi snákur var með frekar áberandi sníp,“ sagði hún í samtali við Guardian.

SHARE