Kylie Jenner á erfitt með höndla frægðina og eineltið sem fylgir henni

Hin 18 ára gamla Kylie Jenner varð fræg fyrir það eitt að foreldrar hennar þau Kris Jenner og Bruce Jenner ákváðu að búa til raunveruleikaþátt um fjölskylduna þeirra. Þátturinn sem ber nafnið Keeping Up With The Kardashians hefur gert Kylie heimsfræga en Kylie viðurkennir að það taki á að vera svona þekkt.

Hverju einasta skrefi hennar er fylgt eftir og hún ýmist harðlega gagnrýnd fyrir gjörðir sínar eða lofuð. Kylie segir að þetta sé henni mjög erfitt og hún brotni oft niður og gráti.

Sjá einnig: Ljótasta kona heims – Hvernig skilgreinir þú þig? – Myndband

Raunveruleikastjarnann Kylie setti af stað herferð gegn einelti fyrr í þessari viku og sagðist ætla að birta 6 aðdáunarverðarsögur af fólki sem hafði verið lagt í einelti en ekki látið það á sig fá.

Á föstudaginn birti Kylie mynd af hinni 26 ára gömlu Lizzie Velasquez sem þjáist af afar sjaldgæfum sjúkdómi sem velur því að hún getur aldrei þyngst. Þegar hún var 17 ára birti einhver myndband á Youtube og kallaði hana ljótustu konu í heimi en Lizzie nýtti sér það sem hvatningu og ferðast nú um heiminn til að halda hvatningarræður.

Sjá einnig: Kylie Jenner þykir hrokafull og dónaleg

Screen Shot 2015-09-05 at 08.50.26

SHARE