Kylie Jenner segist ekki breyta myndum sínum jafn mikið og áður

Kylie Jenner(25) segist ekki breyta myndum sínum jafn mikið og hún gerði áður en hún birtir þær á Instagram.

Í nýjum þætti The Kardashians setjast Kylie, Khloé og Kourtney niður til að tala um hvernig þær hafa haft áhrif á fegurðar„standard“ nútímans. „Mér finnst við vera að hafa mikil áhrif og hvað ætlum við að gera við þessi völd?“ sagði Kylie. „Ég sé svo margar ungar stúlkur á internetinu vera að breyta myndum sínum, sko BREYTA þeim. Ég fór líka í gegnum svona tímabil en ég er á miklu betri stað í dag. En annað fólk getur látið mann verða mjög óöruggan með sig.“

Kylie segir svo að það sé „eðlilegt að vera stundum óöruggur með sig“ og segir að hún hafi einu sinni verið svakalega örugg með sig, þó fólk hafi haldið annað um hana. „Ég hef alltaf elskað sjálfa mig og ég elska mig enn í dag. Einn mesti misskilningurinn þarna úti um mig er, að ég hafi verið óöruggt barn og ég hafi svo farið í margar aðgerðir til að breyta öllu andlitinu mínu. Það er ekki rétt. Ég hef fengið mér fyllingar en ég vil ekki að það verði hluti af sögunni minni.“

SHARE