TIMES: Kylie og Kendall meðal áhrifamestu unglinga heims

Kylie (17) og Jenner (18) Kardashian eru meðal 25 áhrifamestu unglinga heims. Þetta staðfestir bandaríska tímaritið TIMES, sem gerði listann opinberan fyrir skömmu síðan.

Athygli vekur að tvær kornungar raunveruleikastjörnur skuli vega svo þungt, en vinsældir þeirra grundvallast ekki einungis á líflegri framkomu í þáttunum (og þeirri staðreynd að öll fjölskyldan er ofurseld sviðsljósinu) heldur einnig dugnaði þeirra og elju utan sjónvarps.

Á vef Times segir m.a.:

Together, the Keeping Up With the Kardashians co-stars hosted red-carpet events, released clothing and nail polish lines and even published a dystopian young-adult novel this past summer (though yes, they had some help). But they’ve had solo success too—Kendall with modeling (she’s walked the runway for designers like Marc Jacobs) and Kylie with pseudo-entrepreneurship (she’s launching a line of hair extensions and hopes to get into acting). Next up: a multimillion-dollar mobile game? —N.F.

Þó tvennum sögum kunni að fara af unglingum nútímans; þeirri kynslóð sem erfir heimsbyggðina er því ekki að neita að ungt fólk hefur, gegnum óhindrað aðgengi að netinu, nær óþrjótandi tækifæri til að afla sér vinsælda á eigin forsendum.

1D274906605335-today-sports-illustrated-mone-140820.blocks_desktop_medium

Mo’ne Davls (13) er yngsta stúlkan sem hefur landað forsíðu Sports Illustrated

Samskiptamiðlar á borð við Twitter og Vine, Facebook og sjálfstæðar fjáraflanir í gegnum Kickstarter sem gerir unga fólkinu kleift að hrinda af stað eigin verkefnum og jafnvel stofna fyrirtæki, allt spilar þetta sitt hlutverk.

screenshot-www2.pictures.stylebistro.com 2014-10-20 13-25-49

Jazz Jennings, (14) er ötull talsmaður transfólks en hún fæddist sjálf í líkama drengs

Þáttaka ungra og upprennandi einstaklinga á heimsvísu er langtum sýnilegri í dag og það fyrir tilstilli netmiðla, en áður þekktist. Malala var þannig einungis 17 ára gömul þegar hún hlaut Friðarverðlaun Nôbels fyrr á þessu ári, en Malala kom fyrst fyrir augu heimsbyggðarinnar gegnum bloggfærslur sem birtust á vefsíðu BBC.

jaden-smith-4

Jaden Smith (16): Konfúsíus Net-aldarinnar með yfir 5 milljónir fylgjenda á Twitter

Times hefur gert listann yfir valdamestu unglingana árið 2014 opinberan og upptalningin er einkar áhugaverð. Hægt er að lesa allan listann HÉR

SHARE