Lady Gaga kom, sá og sigraði í atriði sínu á Super Bowl. Hún var með loftfimleika, skipti margoft um föt, var með mikið ljósa„show“ og atriðið var yfir allt geðveikt flott.
Hinsvegar, þegar maður kíkti yfir Twitter eftir atriðið hennar, sá minnkaði trú mín á mannkynið allverulega.
Það væri áhugavert að skora á þetta fólk að birta myndir af sínum eigin maga og sjá hvort þeirra magi sé 150% fullkominn, skorinn og „sixpackið“ sjáanlegt. Lady Gaga er stórkostlega flott manneskja, að innan og utan.
Erum við í alvöru orðin svona? Má enginn sýna á sér magann nema vera búin að bera á hann olíu, sleppa vökva (kötta sig niður) og nýbúin að taka 750 kviðæfingar svo vöðvarnir sjáist vel? Það er ekki eðlilegt útlit. Það er það bara ekki! Lady Gaga er frábær fyrirmynd og eðlileg í útliti. Hún er meira að segja mjög grönn. Útlit hennar er heilbrigt!
Ég þoli ekki svona vitleysu!
Fylgstu með!
Kidda á Instagram
Hún.is á Instagram
Hún.is á Snapchat: hun_snappar
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.