Við vorum boðnar á dögunum í Pole Sport í Kópavogi til að sjá starfsemina þar. Ég ákvað að kíkja til þeirra síðla dags og varð mjög hrifin. Þær Halldóra og Ásta Marteins tóku vel á móti mér og svöruðu öllum mínum spurningum, auk þess sem ég fékk að smella af nokkrum myndum.

10658536_963334067017472_4632937509217075218_o

„Hér er heimilislegt og gott andrúmsloft. Við hugsum vel um alla hópana okkar og viljum að öllum líði vel. Allir þjálfararnir okkar eru með kennsluréttindi í því sem þeir gera,“ segir Halldóra. Hún segir okkur líka að það er fleira en bara Pole Fit sem er hægt að æfa hjá þeim en einnig er hægt að æfa Lyra (loftfimleikahringir) og Hammock (silkiborðar).

„Það sem er skemmtilegast við þessa íþrótt er eiginlega tvennt, annars vegar þá er það fólkið sem maður æfir með, það myndast alltaf svo skemmtilegir hópar í öllum námskeiðum og hins vegar er það sú staðreynd að maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverri æfingu, sama hvað maður er búinn að æfa lengi,“ segir Halldóra og bætir við að það sé allskonar fólk að æfa hjá þeim, á öllum aldri.

 

Við erum til dæmis með hjúkrunarfræðinga, endurskoðendur, tölvunarverkfræðing, sjúkraþjálfunarnema, leikskólaleiðbeinendur svo mætti lengi telja. Hér er fólk með áhuga á dansi, bílum, íþróttum, matargerð, leiklist, dýrum og bara allt milli himins og jarðar. Flestir sem æfa hjá okkur eiga það sameiginlegt að hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttagreinum og eru því iðkendur okkar með ólíkan bakgrunn.

10470928_882776201739926_7581556971650622414_n

 

Halldóra segir að þau finni alls ekki fyrir miklum fordómum vegna sportsins í dag og segir að þeir sem stunda íþróttina hafi verið duglegir að kynna hana svo almenningur viti hvað það er sem þau eru að gera. 

„Fordómar eru ekkert annað en fáfræði“ segir þessi hressa kona að lokum.

 

 

 

 

SHARE