Lærum gegnum leik – Fjölbreytileg og falleg leikföng hjá ABC Leikföng

slide1

 

Verslunin ABC leikföng er með mikið úrval af spilum þar sem tilgangurinn er að kenna á skemmtilegan hátt nöfn lita, form, tölur og auka almennan orðaforða. Breska fyrirtækið Orchard Toys er með mikið úrval af skemmtilegum og þroskandi spilum.  Spilin eru vönduð og litagleðin er mikil. Hægt er að spila spilin frá Orchard Toys á nokkra mismunandi vegu, bæði til að auka fjölbreyttni þeirra og til að gera þau meira krefjandi.

unnamed (7)

Dæmi um skemmtilegt spil frá ABC leikföngum er Strætóstöðin (Bus stop) þar sem leikmenn velja sér farþega í strætóinn sinn.  Á stoppistöðvum strætósins fara farþegar ýmist frá borði eða koma um borð, allt eftir því hvort stöðin sé merkt með + eða  -.  Þannig keppast leikmenn við að fylla strætóinn af farþegum og klára strætóleiðina.

post box1

Póstkassaleikurinn er fyrir tveggja ára og eldri. Í spilinu flokka leikmenn umslög í rétta póstkassa eftir litum þeirra. Leikmenn læra að para saman eins liti og læra nöfn litanna í kjölfarið. Eins er hægt að snúa umslögunum á hvolf og þá er leikurinn orðinn minnisleikur þar sem leikmenn þurfa að finna sín umslög eftir þeirra eigin póstkassalit.

ifshgoifsdngv

Nokkrir lottó- og bingóleikir eru í boði og hver með sína sérstöðu. Á bóndabænum finna leikmenn hluti sem tilheyra bóndabænum og eru á þeirra spjaldi. Skrímslabingóið reynir á færni leikmanna í að finna form og liti. Leikmenn kasta tveim teningum og á öðrum eru litir en hinum eru form. Hægt er að nota báða í einu eða annan þeirra í einfaldari leik. Sá sem fyllir spjaldið eða ákveðna línu vinnur.

unnamed (13)

Teljandi margfætlan er skemmtilegur leikur sem er eins og púsluspil. Leikmenn eiga að vinna púsl sem passar í þeirra margfætlu. Púslin eru merkt með litum og tölum sem leikmenn þurfa að raða í rétta röð.  Ungir leikmenn para saman litina en þau eldri raða púslum eftir tölunum og reyna að finna púsl með tölunum sem vantar.

Mörg önnur spil eru til frá

unnamed (5)

Jeepers peepers leikurinn er kominn aftur til Íslands eftir smá frí. Leikurinn er einn sá skemmtilegasti sem fjölskyldan getur spilað saman ásamt því að vera mjög fræðandi. Leikurinn gengur í stuttu máli út á að þátttakendur eru með litrík og stór gleraugu en á þeim er myndaspjald sem leikmaður á að geta sér til um. Myndirnar eru 101 og eru ýmsir hlutir á þeim svo sem lest, banani, fíll og ýmsar persónur t.d. listmálari.

Þátttakandi sem veit að myndin er af dýri sem ekki lifir á Íslandi þarf því ekki að giska á flugvél eða hest. Líklegra er að á spjaldinu sé mynd af fíl eða jafnvel ljóni. Til að auðvelda þátttakendum að útiloka ákveðnar myndir og átta sig á flokkunum eru sérstök vísbendingaspjöld  sem hver þátttakandi hefur fyrir sig.

Fyrir utan að vera skemmtilegur er leikurinn fræðandi. Framleiðandi leiksins er Super Duper sem framleiðir mikið af málþroskaleikföngum. Leikurinn bætir orðaforða ásamt því sem börnin og fullorðnir þjálfast í að lýsa og segja frá hlutum. Einnig er leikurinn þannig að myndirnar falla í ákveðna flokka og hægt að komast að niðurstöðu með útilokunaraðferðum í stað þess að spyrja ómarkvisst aftur og aftur. Fyrir eldri þátttakendur fylgir einnig lukkuhjól með tölum og spilapeningar. Þá er hægt að safna spilapeningum og gera leikinn meira spennandi fyrir þau eldri.

Í kassanum eru 6 stk. af gleraugum, 6 vísbendingaspjöld,  101 mynd, lukkuhjól og spilapeningar.  Einnig er hægt að kaupa viðbætur, bæði fleiri gleraugu og viðbótarspjöld með myndum. Jeepers Peepers er því leikur sem fjölskyldan getur spilað reglulega í mörg ár og skapað margar góðar samverustundir og minningar. Hægt er að spila leikinn á ýmsa vegu og í leiðbeiningum með leiknum eru tilgreindar nokkrar leikaðferðir sem skapar meiri fjölbreyttni.

Jeepers Peepers kostar 6.500 krónur fram að jólum og fæst hjá ABC leikföngum í Súðarvogi 7. Einnig er hægt að kaupa leikinn í gegnum vefsíðu fyrirtækisinswww.abcleikfong.is. ABC leikföng eru með mikið úrval af öðrum skemmtilegum leikjum sem fræða í gegnum leiki.

unnamed (8)

Bókstafasettið er með öllu íslensku stöfunum ásamt stöfum sem eru í enska stafrófinu. Í settinu eru sérhljóðar í rauðum lit og samhljóðar í grænum lit.  Settið er fáanlegt í tveimur stærðum, smærra settið er 146 stk(47 sérhljóðar, 72 samhljóðar og 27 myndir)  og stærra settið er 340 stk(144 samhljóðar, 94 sérhljóðar,  66 myndir og 36 hástafir). 

Fjölbreytt notagildi er í boði með bókstafasettinu og má nefna að læra starfrófið, að stafa, raða saman stöfum við myndir, læra há- og lágstafi, sér- og samhljóða, læra rím, spila orðaleiki, mynda setningar og fleira.  Sérstakar kennsluefni fylgir með.

ABC Leikföng munu bjóða svo upp á námskeið þar sem kenndir verða skemmtilegir möguleikar til að vinna með kubbana.  Námskeiðið er innifalið í verði kubbanna. 

Stafakubbarnir nýtast ungum nemendum sem eru að læra stafina, þeim sem eru með námsörðugleika, fötluðum og þroskahömluðum og jafnframt þeim sem eru að læra íslensku.

Stafakubbarnir smella saman á þægilegan og traustan máta.  Því  má taka heilu orðin upp af borði og tengja fleiri orð saman við eins og krossgátu. Stafakubbarnir eru gott tæki til að styrkja og auka færni barna í lestri og skrift. Stafakubbarnir henta mjög vel þó ekki sé unnið með formlega stafainnlögn eða lestrarkennslu.

 

Nýjir kubbar á markaðnum:

52351 motorbike set1

 

Morphun kubbar,  Fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum.

Henta börnum frá 3ja ára aldri. 

Skapandi og gefandi kubbar sem styrkja leik barna og hjálpa til við að þróa færni þess á mörgum sviðum s.s. fín- og grófhreyfingum, samskiptahæfni og rökhugsun. 

 

Kubbunum er smellt saman á auðveldan og þægilegan máta.  Hægt er að smella kubbunum ofan á hvorn annan, einnig er hliðarsamsetning sem bíður upp á óteljandi möguleika í byggingarvinnu.

 

Módel og mynsturgerð eru fáanleg í sumum settum en einnig er hægt að kaupa bók með 60 blaðsíðum með skemmtilegu efni til að byggja eftir.  Hægt er að leggja ofan á myndir kubbana til að kubba eftir.

 

SHARE