Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu

Hér kemur æðisleg uppskriftir frá Allskonar sem mun pottþétt slá í gegn ef þú býður í mat.

Lambalæri með einfaldri hvítlaukssósu

2.5 kg lambalæri
5 hvítlauksrif, fínsöxuð
2 msk sjávarsalt
1 msk chiliflögur
1 msk oregano
2 greinar rósmarín, saxaðar
rifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
6 msk ólífuolía

HVÍTLAUKSSÓSA

500ml hrein jógúrt
4 hvítlauksrif, marin eða rifin
1 tsk salt
1 tsk cumin, malað

Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími og hvíld: 2 klst

Byrjaðu á að hita ofninn í 220C.

Settu í skál allt annað hráefni en lambalærið og hrærðu og maukaðu.
Stingdu göt í lambalærið og nuddaðu kryddblöndunni vel í sárin og utan á lærið.

Kryddblandan góða

Settu lærið í ofnpott, örlitla olíu í botninn, og inn í miðjan ofn.

Steiktu við 220C í 20 mínútur.

Lækkaðu þá hitann niður í 180C og steiktu í 1 klst og 20 mínútur í viðbót. Ef þú vilt kjötið meira steikt (medium til well done) þá bætirðu 15 mínútum við eldunartímann.

Taktu þá lærið út og láttu hvíla undir álpappír í um 15 mínútur áður en þú skerð það.

Ef þú vilt steikja kartöflur með lærinu þá flysjarðu þær og setur út í ofnpottinn síðasta klukkutímann, þú gætir þurft að setja örlitla olíu í botninn á pottinum. Gott er að snúa kartöflunum eftir hálftíma til að þær steikist jafnt og verði fallega brúnar allan hringinn.

Hvítlaukssósan er einföld, hrærðu út í jógúrtina hvítlauknum og saltinu og stráðu svo cumin yfir.

Því lengur sem sósan lagerast, því sterkari verður hún. Athugaðu að þú getur notað minni eða meiri hvítlauk í hana, allt eftir smekk. Mér finnst best að búa sósuna til á meðan að lærið er í ofninum og kæla hana í ísskáp, þá verður hún sterk og góð þegar kemur að því að borða.

IMG_2769-3-682x1024

 

Smelltu endilega like-i á Facebook síðu Allskonar

 

SHARE