Langar þig að eignast maka?

Makaleit.is er nýr íslenskur stefnumótavefur fyrir fólk á öllum aldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut.

Það kostar ekkert að nota vefinn, en eftir 30 daga þarf að greiða áskriftargjald (490 kr/mán) til að geta tekið á móti og sent skilaboð. Makaleit.is býður upp á sjálfvirka persónuleikapörun. Notendur geta valið að svara um 200 spurningum og fá þá að vita hversu vel þeir passa við aðra notendur. Spurt er um persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál.

Á Makaleit.is geta notendur sjálfir valið hverjir fá aðgang að þeirra upplýsingum. T.d. er hægt að velja að einungis karlmenn á aldrinum 25-30 ára sjá upplýsingarnar. Einnig er hægt að velja að einungis innskráðir notendur, vinir eða auðkenndir notendur fá aðgang.

Það eru Björn Ingi og kærastan hans Ása Ólafsdóttir sem standa að baki síðunni og hún.is spjallaði við þau á dögunum.

„Hugmyndin kom upp þegar ég heyrði kunningja mína tala um að það vantaði alvöru stefnumótasíðu, þar sem fólk gæti fundið maka og ekki einnar nætur gaman. Þeir höfðu reynt aðra stefnumótavefi en þar var fólk svo mikið í leita að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi en það er skýrt tekið fram á skráningarsíðu Makaleit.is að síðan sé fyrir fólk í leit að lífsförunaut:

„Makaleit.is er stefnumótavefur fyrir fólk sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Ef þú ert í leit að viðhaldi eða skyndikynnum þá er þetta ekki rétti vefurinn fyrir þig.“

Einnig þarf sá sem skráir sig að haka í “Staðfesti að ég er ekki í föstu sambandi.“

„Það kom okkur líka á óvart hversu margar konur skráðu sig á vefinn í byrjun, en þær hafa alltaf verið í meirihluta, þótt það sé búið að jafna sig út núna, en núna eru 52% notenda konur, þannig að þetta er fín skipting. Þá erum við með tölvuverðan fjölda notanda sem hafa valið að gerast auðkenndir notendur, en þá millifæra þeir 1 kr á bankareikninginn okkar og gefa upp kennitölu inni á vefnum. Kennitala og nafn greiðanda kemur sjálfkrafa með millifærslunni og þannig getum við staðfest aldur og kyn. Þessir notendur birtast með grænum skyldi inni á vefnum.“

Vefurinn er með sjálfvirka persónuleikapörun, þar sem notendur svara um 200 spurningum og geta svo séð hversu vel þeir passa við aðra notendur hvað varðar persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál. „Það kom okkur mjög á óvart hversu margir hafa svarað öllum spurningunum og það segir okkur bara að fólk er í þessu af alvöru fyrst það leggur niður tíma að svara svona mörgum spurningum. í dag eru 28% kvenna með persónuleikapróf og 20% karla.“

„Einnig voru vinir mínir að kvarta undan að á öðrum vefjum voru einhverjir sem voru miklu eldri að senda þeim skilaboð, en á Makaleit.is getur notandi valið að vera bara sýnilegur ákveðnum aldurshópi, eitthvað sem 19% kvenna eru að nota“ segir Björn Ingi að lokum.

 

SHARE