Langar þig í frían Samsung Galaxy Alpha?

Sannkallaður jólaleikur er nú í gangi hjá Símanum. Leikurinn er einfaldur: Þú þarft að mæta í verslun Símans í Kringlunni eða á Akureyri og ef Samsung Galaxy Alpha síminn sem er í versluninni, hringir þá ættirðu að svara símanum. Þú gætir fengið að eiga hann.

Það væri nú ekki leiðinleg jólagjöf að fá svona síma, hvort sem það væri fyrir þig, eða einhvern sem þér þykir vænt um.

Samsung Galaxy Alpha er frábær sími í alla staði og er fyrsti Galaxy snjallsíminn sem er búinn hágæða málmi á köntunum allan hringinn sem gerir útlit símans með því glæsilegasta á markaðinum í dag. Myndavélin í símanum er alveg einstaklega góð og háþróuð tækni myndavélarinnar gerir þér kleift að taka bjartar og skýrar myndir á dauflýstum stöðum. Með HDR stillingunni nærðu fram ákjósanlegum litum í umhverfinu óháð birtuskilyrðum. Með „selective focus“-stillingunni geturðu jafnframt valið hvað sker sig úr á myndinni eftir að þú tekur hana.

 

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=10152936577228984&set=vb.343558148983&type=2&theater”]

Sjáðu meira um þennan glæsilega síma hér. 

SHARE