Láta „hatarana“ ekki skemma fyrir sér gleðina

Alex og Noah kynntust á stefnumótaforritinu Bumble og urðu ástfangin, en þrátt fyrir hamingju sína hefur parið upplifað mikla neikvæðni varðandi samband þeirra. Alex er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur vöðvarýrnun við mænu og Noah hefur verið sakaður um að fá eitthvað útúr því að vera í sambandi með fatlaðri manneskju. Alex sagði: „Það er gert ráð fyrir því að fatlað fólk sé ekki kynferðislega aðlaðandi.“ Frá því að Alex varð ólétt hafa Alex og Noah fengið að heyra allskonar hluti eins og þau séu að setja þungunina á svið og að samband þeirra ætti að vera ólöglegt. Þau neita að láta „hatarana“ eyðileggja fyrir þeim. „Við erum mjög umhyggjusamt, elskandi fólk og við höfum efni á að eiga barn og nóg af ást í hjörtum okkar til að geta alið upp barn.“

SHARE