Láttu lífið rætast

Ef þú gætir galdrað hvernig væri lífið þitt þá ?

Ég mundi sko byrja á því að hókus pókusa mig til Balí, af því ég elska að vera hér í  þessari litríku Paradís. Já hér horfi ég á blómin springa út og hver einasta manneskja sem ég mæti brosir til mín og sendir mér extra skammt af orku fyrir daginn. Allir spyrja “hvert ertu að fara og það er að sjálfsögðu mismunandi, stundum er ég á leiðinni á ströndina að snorkla, eða að fara á hestbak í flæðarmálinu og auðvitað gæti ég verið á leiðinni í flottasta vatnsrennibrautargarð í Asíu.

1509026_10152841901858046_8380103899573621850_n

Mjög oft er ég að fara í vatnshreinsun undir fossi, en oftast er ég á leiðinni á einhvern mergjaðan veitingastað. Þetta er pínu eins og að búa í bíómynd, á hverjum degi sé ég og upplifi eitthvað nýtt, því Ubud, bærinn minn er svolítið eins og völundarhús, það eru allskonar litlir stígar sem bera mann að nýjum dulúðugum stað sem er falinn inní skógi með himinháum kókós og bananatrjám.  Allt í einu stend ég á svölunum á krúttlegum Warung og bakast í sólinni með ljúffengan drykk.

svava-1996

Já takk, nákvæmlega svona vil ég hafa lífið dúlla mér alla morgna við að næra mig  í göngutúrum eða hjólandi-svífandi um eins og Lísa í Undralandi. Ég hitti meira að segja mergjaðar furðuverur hér rétt eins og hún, sumstaðar eru skilti sem segja passaðu þig á fýlunum og annars staðar skoppa apar um og tína uppí sig allskonar eða betla af mér góðgæti. Í einni af þessum leynigötum sem liggur útfrá uppáhalds götunni minni hér í þessum bæ, rek ég augun í stórglæsilegt hús í byggingu.  Vááá!! smelli mynd af þessu og hér vil ég sko eiga heima, fuglasöngur, kyrrð, skærgrænn hrísgrjónaakur og sólarlagið fyrir framan svalirnar mínar.

Já af því ég að sjálfsögðu búin að töfra þetta hús inní mitt líf þá sit ég núna uppi á svölum og hugsa til þín, þú bara verður að læra að galdra! Þó þig langi kannski að töfra eitthvað allt annað en að fylgjast með skærbleikum himninum og njóta golunnar þegar sjóðandi heit sólin sest eins og ég núna.  Hér er ég ljómandi af hamingju af því þetta var jú draumurinn minn að ævintýrast á Balí.

En segðu mér, hvað ert þú að galdra ?

Ertu ekki að elska það að geta töfrað allt sem þú óskar þér inní þitt líf  ?

Ég á eftir að laða til mín svo miklu meira en það er best að byrja með eitthvað eitt og einbeita sér að því. Já ég æfði mig  að fara við og við í gegggggjaða tilfinningu svona „super“ góða og stundum ef engin sá mig þá hoppaði ég af gleði og hrópaði  JÁ TAKK og sá mig fyrir mér vera að trítla um göturnar hér í léttum kjól og sandölum.  Ég get smellt mér í þessa mergjuðu líðan hvar sem er því þetta er bara örstutt stund sem ég læt þessa tilfinningu hríslast um mig. Það er nauðsynlegt að vita hvað þig langar í fyrst og byrja að einbeita þér  bara að því.
Þegar þú smellir þér í geggjuðu unaðslegu tilfinninguna þá sérðu fyrir þér DRAUMINN ÞINN. Svo bara hugsar þú ekkert um það meira, og þá meina ég ekki hugsa um hvernig þú eigir að geta þetta, hvar þú fáir pening eða tíma til að framkvæma, það eina sem þú gerir er að TRÚA, já já já !!!
Þú átt þetta skilið, þú ert þess virði, þú elskar þetta og þess vegna verður þetta að veruleika því ást hefur svo magnað aðdráttarafl.
Ef þú finnur fyrir því að það koma upp efasemdir eða tilfinning sem segir ; ég get þetta ekki, svona gerist aldrei í mínu lífi, þá þarftu að æfa þig að elska þig nógu mikið til að efasemdirnar fjúki. Það eru þær sem skemma fyrir þér hókus pókusið. Veldu einn draum og æfðu þig í 40 daga að smella þér í yfirnáttúrulega gleði tilfinningu og sjáðu drauminn þinn.

Segðu síðan nokkrum sinnum á dag JÁ TAKK…. Bara eins og ekkert sé eðlilegra en að senda frá sér þann kraft sem er í orkunni þegar þú segir JÁ  TAKK. Þakklæti er nefninlega líka stútfullt af aðdráttarafli. Endilega láttu mig vita hvernig gengur eða ef þú þarft aðstoð sendu mér línu. Ef þú vilt daglega hvatningu og nýjar hugmyndir vertu þá memm á Facebook, https://www.facebook.com/gudosk
Hlakka mikið til að heyra í þér.
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir
Lærðu að elska þig
Orkuheilun
Happy Yoga
Empower women Retreat in Bali

 

Tengdar greinar: 

Saga með fallegan boðskap, hamingjan fæst ekki keypt!

30 hlutir til að gera áður en þú deyrð.

Fortíðarþrá, fortíð og nútíð sameinuð með ljósmynd – Myndir

 

SHARE