Mynd: ruv.is

Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, lést laugardaginn 23. febrúar í borginni Antwerpen í Belgíu. Hann var 52 ára gamall.

Vinir hjónanna Helenu og Þorvaldar hafa ákveðið að efna til samskots fyrir Helenu á þessum erfiðu tímum. Auk þess að þurfa að sinna gríðarlegri pappírsvinnu í kjölfar andláts Þorvaldar fjarri heimaslóðum, fellur líka mikill kostnaður nú á herðar Helenu.

Þeir sem eiga eitthvað aflögu eru hvattir til að leggja sitt að mörkum og geta þá lagt inn á 111-26-260768 og kt. 260768-3529

SHARE