Leggur þú í 4 bílastæði?

Það krefst alveg einbeitts brotavilja að leggja í svona mörg bílastæði. Erum við ekki sammála um það? Þessum bíl var lagt svona listilega í morgun í 4 bílastæði hjá Mjóddinni og áskotnaðist okkur þessi mynd frá lesanda okkar sem þurfti einmitt að finna sér stæði á þessu plani í morgun, komin 30 vikur á leið.

Eina afsökun þessarar manneskju er að hafa orðið eldsneytislaus á þessum stað. En samt það er eiginlega ekki afsökun því þú gætir alltaf látið bílinn renna í eitt bílastæði þó bíllinn væri eldsneytislaus. Nei mér fannst þetta eiginlega meira kómískt en nokkuð annað og fannst ég verða að deila þessu með ykkur.

Í leiðinni langar mig svo að hvetja alla til að taka meira tillit til annarra. Tökum bara eitt bílastæði fyrir bílinn okkar, við þurfum alls ekki 4 stæði. Þetta er nokkuð borðleggjandi, er það ekki?

SHARE