Leit að Gunnari Loga hætt

Við auglýstum eftir Gunnari Loga á dögunum en þá hafði hans verið saknað í 10 daga. Samkvæmt frétt á RÚV.is hefur leit verið hætt að Gunnari Loga Jóhannesi Logasyni en hans hefur verið saknað frá 30.desember. Leitin hefur verið mjög fjölmenn og Þyrla Landhelgisgæslunnar og tvær fisflugvélar hafa verið notaðar við leitina.

Leit var hætt á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag en einnig hafði verið leitað í Kollafirði og Hvalfirði. Leitin skilaði ekki árangri og verður tekin ákvörðun um áframhald leitar á mánudag.

SHARE