Lesbískt par speglar meðgöngu beggja kvenna gegnum gullfallegar ljósmyndir

Lesbískt par frá norður Karólínu, þær Melanie og Vanessa, áttu ekki von á að meðgöngumyndir þeirra beggja – sem þær birtu á Instagram fyrir skemmstu, færu á slíkt flug á vefnum að tilefni yrði til fréttaskrifa í heimsmiðlum, þakkarbréfa frá samkynhneigðum pörum víðsvegar að úr heiminum og yfirþyrmandi athygli sem hefur skilað litlu fjölskyldunni óvæntri frægð.

Aðdragandinn var látlaus og falleg fjölskyldumyndataka á ströndinni þar sem þær Melanie og Vanessa, sem báðar hafa gengið með börn í sambandinu – héldust í hendur, fyrst þegar sonur þeirra Jax var í móðurkviði og síðar þegar dóttir þeirra, Ero, fylgdi fast á hæla bróður síns, rúmu ári seinna.

Samsetta ljósmyndin af þeim Melanie og Vanessu – á báðum meðgöngum – vakti heimsathygli:

27D475D700000578-0-image-a-17_1429647992702

Í janúar 2014 var Vanessa (t.v.) þannig ólétt af Jax, en ári seinna gekk Melanie með Ero (t.h) – en það er Jax litli sem situr við fætur mæðra sinna á ströndinni á seinni ljósmyndinni.Stúlkurnar deildu í kjölfarið samsettum ljósmyndunum sem þær höfðu skeytt saman í eina mynd – á Instagram og þar með var boltinn farinn að rúlla, erlendar fréttasíður komust fljótlega á snoðir um litlu fjölskylduna og viti menn, boltinn tók að rúlla.

Sjá einnig: Ef lesbíur segðu það sem gagnkynhneigðir segja

27D475DC00000578-0-image-m-43_1429652164791

Melanie og Vanessa hafa orðið öðrum samkynhneigðum pörum innblástur og hvatning með því að deila brotum úr eigin fjölskyldulífi í ljósmyndaformi á vefnum – en báðar stúlkurnar þráðu að eignast fjölskyldu. Því ákváðu þær að ganga báðar gegnum meðgöngu og eftirmálar eru nú flestum kunnir.

Sjá einnig: „Ég var bara venjuleg stelpa“ – Samkynhneigð kona segir sína sögu

27D475E100000578-0-image-a-24_1429648079836

Melanie sagðist steinhissa a viðbrögðum almennings i viðtali við Huff Post:

Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli virkilega segja að litla fjölskyldan okkar sé þeim innblástur. Bara alveg ótrúlegt. Við erum enn í fullkomnu sjokki.

Eins og sjá má á ljósmyndunum, spannar sagan allt frá fyrstu meðgöngunni og gegnum allt ferlið – sjá má á myndunum með hvaða hætti þær hafa stutt hvora aðra og byggt upp fjölskyldu saman – og með hvaða hætti litla fjölskyldan hefur vaxið og dafnað á því tímaskeiði.

27D475C000000578-0-image-a-23_1429648072865

Þannig sagði Melanie einnig við blaðamann Huff Post að báðar hefðu stúlkurnar þráð að verða mæður og að þannig hefði sú ákvörðun að stofna til fjölskyldu reynst þeim auðveld. Þá vonast parið til að sú athygli sem litla fjölskyldan hefur hlotið verði öðrum samkynhneigðum pörum innblástur og hvatnig til að gera slíkt hið sama:

27D475CE00000578-0-image-a-20_1429648025032

Líkami kvenna er bara svo magnaður. Hugsið ykkur bara, líkami konu getur kveikt líf og nært aðra manneskju og komið annarri manneskju í heiminn. Það er stórkostlegt og auðvitað vonumst við til að ljósmyndirnar af okkur verði einhverjum konum sú hvatning sem þær þurfa á að halda – til að ganga með og fæða barn í heiminn.

SHARE