Letingjabrauð

FW0308WCA13

Maðurinn minn á það til að vera sexý í eldhúsinu og þá er hann gjarnan að baka brauð. Hann skellti í eitt svona Letingjabrauð í gærkveldi og það er bara ferlega gott.

Ekkert hollt en mjög gott!

Mér finnst karlmenn í eldhúsinu alltaf sexý, það er bara þannig strákar!

Uppskrift:

4 dl Haframjöl

3,5 dl Hveiti

2,5 dl Sykur

2 tesk Matarsódi

1/2 tesk Negull

1 tesk Kakó

3,5 dl mjólk

Aðferð:

Öllu hrært saman með sleif, mjólk sett síðust útí og hrært enn meira.

Setja í form baka við 175 gráður í 35 til 40 mín.

Geggjað heitt með smjöri!

SHARE