Liðleiki kemur með æfingunni

E235AAB2-1750-43D2-8EAC-B1552D54FEA0

Bókin „Jóga fyrir alla” er grunnbók um jóga, heitt & hefðbundið sem höfðar til allra sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig hægt er að nota jógaiðkun til að umbreyta lífi sínu. Fólk getur lært að þekkja hvernig hugur og líkami vinna alltaf saman, aukið núvitund og líkamsvitund og þannig bætt lífsgæði sín til muna. Bókin inniheldur almennan fróðleik um jóga, ávinninginn af iðkuninni, myndir af ríflega 50 Hatha jógastöðum og nákvæmar lýsingar, heit ráð og önnur afbrigði af stöðunum fyrir þá sem eru lengra komnir eða með skertan styrk eða getu. Tilgangurinn með útgáfu þessarar bókar er að kynna jóga sem alhliða hug- og heilsurækt sem hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.

Hrifnust af heitu jóga
þar sem ávinningurinn
margfaldast í hitanum

„Ég hef stundað jóga meira og minna frá því árið 2008, með stuttum barneignarhléum og get ekki án þess verið,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar.

„Fyrstu kynni mín af jóga nokkrum árum áður voru svo pínleg að frekari iðkun fór út um þúfur á þeim tíma. En síðustu 3 árin hef ég svo snúið mér alfarið að jóga. Ég hef alltaf verið hrifnust af heitu jóga þar sem ávinningurinn margfaldast í hitanum. Við sem búum í köldum löndum og þekkjum vetur erum almennt stíf og því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að huga betur að þessum þáttum.“

Sólveig hefur stundað aðrar tegundir af líkamsrækt en hún stundar jóga daglega: „Ég leyfi mér líka að njóta þess besta sem hver árstíð hefur upp á að bjóða. Ég nýt þess að fara út að skokka mér til ánægju og yndisauka á sumrin, sérstaklega í sveitinni en hef látið af keppnishlaupum og offorsi, ég syndi þegar ég fæ tækifæri til og skíða á veturnar.“

Jóga gefur okkur færi á því
að draga úr streituvaldandi
þáttum og áreiti í lífi okkar

Aðspurð hvað það er sem gerir jóga að svona góðri líkamsrækt segir Sólveig að við Íslendingar erum almennt afar líkamsmiðuð í heilsurækt okkar, en það orsakist meðal annars af því að margir eru almennt í of mikilli kyrrstöðu í námi og starfi.

„Einnig erum við upptekin í krefjandi störfum og jóga gefur okkur færi á því að draga úr streituvaldandi þáttum og áreiti í lífi okkar. En við getum einnig stundað jóga á ólíkum forsendum, langflestir eru að huga að þyngdarstjórnun og jóga frábær leið í þeim efnum – auk þess sem líkaminn leitar í kjölfarið í aukinn vökva og léttari og hreinni fæðu. Aðrir leitast eftir aukinni orku, bættu úthaldi og styrk. Ég hef séð að margir eru hræddir við að prófa vegna þess þeir telja sig ekki hafa neinn liðleika eða séu hreinlega of stirðir til þess að gera jóga. En ætti þetta ekki einmitt að vera ein ástæða þess að fólk taki ábyrgð á eigin heilsufari? Við ættum að vilja draga úr meiðslahættu því það er það sem vel teygðir vöðvar gera.“

Sólveig segir að liðleiki sé ekki genatískur eins og margir halda heldur kemur hann með æfingu.

„Ég var til dæmis ekki í ballett, dansi eða fimleikum eða neinu slíku þegar ég var yngri og var tiltölulega stirð þar til fyrir skömmu. En í dag fer ég meðal annars í splitt eftir að hafa teygt einungis þrisvar sinnum í viku í 3-4 mínútur á hvorum fæti en það gera ekki nema 20 mínútur á viku í teygjur,“ segir þessi flotta kona. 

Ég var ekki í ballett,
dans eða fimleikum

Ásamt því að kenna jóga og gefa út Jóga fyrir alla hefur Sólveig verið að vinna að því undanfarna mánuði að opna jógastöð í Reykjavík af stærðargráðu sem ekki þekkist hérlendis. Hún mun opna í upphafi næsta árs, stór hluti tíma verða kenndir í heitum sal en heitt jóga er vinsælasta jógategund sem kennd er á vesturlöndum. Hægt er að fylgjast með okkur á vefsíðunni  og á Facebook

 

Hér eru nokkrar jógastöður úr bókinni sem er skyldueign allra jógaunnenda og þeirra sem hafa áhuga á jóga:

39 SP B

25 T A

46 C

17 SLS 2

 

SHARE