Lífvörður Whitney Houston segir frá öllu

Leyndarmál um dauða Bobbi Kristina Brown munu koma upp á yfirborðið í nýrri sjónvarpsseríu þar sem talað er við lífvörð Whitney Houston, David Roberts. Þættirnir heita Autopsy: The Last Hours og Bobbi Kristina Brown og var fyrsti þátturinn frumsýndur 11. febrúar.

Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í janúar árið 2015, en móðir hennar, Whitney Houston, lést í baðkari árið 2007. Bobbi var í dái í 6 mánuði eftir að hún fannst á heimili sínu en lést í júlí árið 2015.

Sjá einnig: Jarðneskar leifar Whitney Houston og Bobbi rannsakaðar

„Bobbi Kristina var stöðugt umkringd fíkniefnum allt sitt líf og mikil óreiða og glundroði var í lífi hennar. Það voru stöðug rifrildi og vandræði á heimilinu, sem hún lifði við allt sitt líf,“ sagði David í þessum þætti.

Í krufningu sem fram fór á Bobbi Kristina komu ljós sönnunargögn um sjálfskaða og jafnvel sjálfvígstilraun.

Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina, var fundinn lagalega ábyrgur fyrir dauða hennar og látinn greiða fjölskyldu hennar meira en 36 milljónir dollara í bætur. Hann var talinn hafa gefið henni banvænan skammt af fíkniefnum og áfengi sem ollu dauða hennar.

 

 

SHARE