Lín Design opnar laugardaginn 5. apríl nýja, stærri og bjartari verslun á Glerártorgi á Akureyri en verslunin opnaði fyrst í verslunarmiðstöðinni 1. júní í fyrra. Aðstandendur Lín Design segja mikla bjartsýni ríkjandi í verslun nyrðra og ljóst að Glerártorg sé í stöðugri sókn.

Við fengum strax hlýjar og góðar viðtökur hér á Akureyri og við finnum fyrir miklum áhuga á okkar íslensku hönnun. Viðskiptavinir Glerártorgs virðast koma af afar stóru svæði, bæði vestan og austan við Akureyri, frá Borgarnesi í vestri og til austfjarða. Þetta hefur einfaldlega leitt til þess að við urðum að stækka við okkur,“  segir Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design.

Lín Design hefur sprengt utan af sér núverandi verslunarhúsnæði og það er fátt ánægjulegra en að sjá verslanir stækka. Glerártorg er í mikilli sókn og það er góð tilfinning að upplifa stígandann í verslunarmiðstöðinni,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.

20130907-_MG_5929LM1800Lýst2

Bragi segir að Lín Design framleiði vandaðar vörur úr bestu fáanlegri bómull og rík áhersla sé lögð á að upplýsa viðskiptavini um úr hverju vörurnar séu framleiddar.

Barnafötin frá Lín Design eru ofin úr bómull sem er lituð með húðvingjarnlegum litum og ekki er plastprentað á fötin þar sem efni í plastinu geta haft neikvæð áhrif. Þess vegna saumum við allar myndir á vörurnar.  Þá finnum við fyrir því að samstarf okkar við Rauða krossinn hefur mælst vel fyrir. Viðskiptavinir okkar geta skilað notaðri vöru gegn 15% afslætti af nýrri vöru og sú notaða fer í verkefni í Hvíta-Rússlandi,“ segir Bragi.

Verslunarmiðstöðin Glerártorg var byggð árið 2000 og árið 2008 var ákveðið að tvöfalda verslunarrýmið sem þá fór í ríflega 20.000 m².  Á fjórða tug fyrirtækja hefur rými í verslunarmiðstöðinni í höfuðstað Norðurlands sem staðsett er í hjarta Akureyrarbæjar.

 

 

SHARE