Lindsay Lohan komin með kærasta

Það virðist vera að hlutirnir séu að fara að snúast til betri vegar hjá aumingja Lindsay Lohan, í það minnsta virðist hún vera komin með kærasta, ef taka má mark á við heimildum erlendra slúðurblaða. Sá heppni heitir Max George og er söngvari hljómsveitarinnar The Wanted, en þeir eiga til dæmis lagið I’m Glad You Came sem hefur verið spilað mikið hérna heima.

Skötuhjúin hafa neitað fyrir það að vera að stinga saman nefjum en svo virðist sem þau séu að eyða sífellt meiri tíma saman og núna síðast sást Lindsay vera á Jingle Ball á föstudagskvöldið og brosti sínu breiðasta til Max þar sem hann var á sviðinu. Einnig var hún baksviðs með þeim fyrir tónleikana.

Max hefur meira að segja talað vel um Lindsay í fjölmiðlum og sagði þetta:

Við lendum aldrei í vandræðum og við getum haldið henni frá vandræðum. Hún getur djammað alveg jafn mikið og við og er frábær stelpa.

Í lok föstudagskvöldsins sáust þau svo læðast inn á hótelherbergi kauða saman.

Hér er mynd af Max George

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og hér er Lindsay á tónleikunum

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here