Lindsay Lohan trúlofuð og hamingjusöm

Lindsay Lohan (29) virðist loksins vera orðin hamingjusöm í lífinu sínu en hún hefur átt frekar erfitt uppdráttar á fullorðinsárunum. Hún er trúlofuð og ástfangin upp fyrir haus af Egor Tarabasov (22) en sást til þeirra á tónleikum  í gær.

Sjá einnig: Lindsay Lohan hrækir á mann í New York

Lindsay leit frábærlega út í fleygnum, hvítum samfesting með fallegan hring á vinstri hendi sem er sagður vera trúlofunarhringurinn. Hringurinn er með grænum stórum eðalstein og Egor hefur ekkert verið að spara þegar hann keypti þennan.lindsay-lohan-egor-tarabasov-engagement-ring-spl-lead1

Egor er rússneskur og fæddist í Moskvu en býr í London. Faðir hans er moldríkur viðskiptajöfur og Egor er að feta í fótspor föður síns og opnaði sína eigin fasteignasölu þó hann sé ekki nema rúmlega tvítugur.

 

Sjá einnig: Lindsay Lohan ætlar aldrei að læra á Photoshop

egor-tarabasov-bio

 

Það er frábært að sjá Lindsay svona ljómandi af gleði og hún var á staðnum með báðum foreldrum sínum sem er mjög sjaldséð, en foreldrar hennar hafa á stormasamt samband eftir að þau skildu.

 

Heimildir: HollywoodLife

SHARE