Linsubaunasúpa

Fljótleg og einföld – og svakalega góð frá Allskonar.is

Linsubaunasúpa fyrir 4

  • 1 msk ólífuolía
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 gulrætur, fínsaxaðar
  • 2 greinar timian
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 1 rautt chili, fræhreinsað og saxað
  • 1 tsk sinnepsfræ (brún eða gul)
  • 3 tómatar, grófsaxaðir
  • 100gr rauðar linsur
  • 1L grænmetissoð
  • 1 lárviðarlauf
  • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Hitaðu olíuna í stórum ootti og steiktu lauk, gulrætur og timian greinarnar þar til laukurinn fer að verða gullinn.

Bættu þá við hvítlauk, chili og sinnepsfræjum og steiktu í 2-3 mínútur. Hrærðu tómötunum saman við, linsubaununum og grænmetissoðinu. Þú getur notað 1L af vatni á móti 2 teningum af grænmetiskrafti, það má líka nota kjúklingasoð/kraft.

Settu lárviðarlaufið út í, lokið á pottinn og láttu sjóða við lágan hita í 25 mínútur, eða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar og auðvelt er að stappa þær. Taktu lárviðarlaufið og timian greinarnar upp úr.

Sjá einnig: Eggaldin- og risottobaka

Þú getur stappað súpuna, látið hana í blandara eða notað töfrasprota -eða hreinlega haft hana grófa og fallega svo að litirnir í gulrótunum og tómötunum fái að njóta sín.

Smakkaðu til með salti og pipar.

Það er rosalega gott að setja smá sýrðan rjóma eða jafnvel súrmjólk út í súpuna með smá rifnum sítrónuberki og fullt af nýmöluðum svörtum pipar.

Endilega smellið einu like-i á Facebook síðu Allskonar

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here