Lisa Marie léttist um rúmt 21 kg og var í neyslu þegar hún dó

Lisa Marie Presley (54) hafði verið í neyslu á ópíóðum og lyfjum til að léttast í nokkurn tíma fyrir andlát sitt. Hún hafði farið að reyna mikið að létta sig fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna en Austin Butler var tilnefndur til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Elvis Presley.

Lisa vildi líta eins „vel út og hún gat“ við þetta tilefni og sagt er að hún hafi líka farið í einhverjar lýtaaðgerðir stuttu fyrir rauða dregilinn.

Lisa Marie hafði barist við fíkn stóran hluta ævi sinnar en varð edrú í kringum fæðingu tvíburanna sinna árið 2008.

Hér er Lisa á Óskarnum með flöskur með íslensku vatni fyrir aftan sig

Hún var stórskuldug en var búin að þrí-líftryggja sig svo hægt væri að borga þær milljónir sem hún skuldaði, en þar af voru einhverjar milljónir sem hún skuldaði í skatt. Börnin hennar munu samt fá einhvern arf eftir hana því hún hafði hugsað fyrir því.

SHARE