Listrænar ljósmyndir af Brigitte Bardot á húsþaki árið 1952

Leikkonan Brigitte Bardot var aðeins átján ára þegar að þessar ljósmyndir af henni voru teknar. Hún hafði náð miklum árangri sem ballerína á uppvaxtarárunum og þegar hér er komið við sögu hafði hún náð að komast inn í Conservatoire de Paris þar sem hún fékk klassíska þjálfun í frönskum ballett.

LJÓSMYNDASERÍA – SJALDSÉÐAR MYNDIR AF BRIGITTE BARDOT Á HÚSÞAKI ÁRIÐ 1952

 

 

 

MYNDIR: WALTER CARONE/PARISMATCH/SCOOP

 Úr ballerínu í þokkafulla kvikmyndastjörnu, söngkonu og síðar dýraverndunarsinna

BB_1Brigitte Bardot var aðeins 13 ára þegar að hún hóf fyrirsætuferilinn og var hún fljótlega farin að prýða helstu tískutímarit landsins, þar á meðal ELLE Magazine.

brigitte-bardot-099Margt gerðist í lífi Brigitte árið 1952 en þá giftist hún leikstjóranum Roger Vadim og þeytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Crazy For Love. Hún skildi síðar við Vadim og átti eftir að giftast þrisvar sinnum seinna á ævinni. Þar má nefna hjónabandið með leikaranum Jacques Charrier sem hún giftist árið 1959 en þau eignuðust saman soninn Nicolas-Jacques Charrier ári síðar, þegar Brigitte var orðin 25 ára gömul.

Var líkt við Marilyn Monroe

brigitte-bardot-beautiful-bb-18708460-1024-768Brigitte varð líkt og Marilyn Monroe í Bandaríkjunum kölluð þokkagyðja og þótti með afburðum aðlaðandi. Á framaárum sínum naut hún mikilla vinsælda sem bæði leikkona og söngkona en hún var í áralöngu samstarfi við tónlistarmanninn Serge Gainsbourg. Lagið þeirra Je t’aime þótt svo blóðheitt og djarft að það var víða bannað í spilun þegar það kom út árið 1967 en þau voru elskendur og var lagið sérstaklega samið fyrir Brigitte Bardot.

Gerðist grænmetisæta og dýraverndunarsinni

Þegar Brigitte var orðin 39 ára tilkynnti hún að hún ætlaði að draga sig í hlé frá fyrirsætustörfum, tónlist og bíómyndum og helga sig alfarið dýravernd. Hún gerðist grænmetisæta og hefur satt á laggirnar samtök og sjóði sem standa straum af kostnaði til að vinna gegn dýramisrétti.

Brigitte Bardot er í dag 80 ára og er gift Bernard d’Ormale til 22 ára. Hún er búsett í Frakklandi.

ormale

Heimildir: Wikipedia og Mashable

Skyldar greinar:

Dagbækur, ljóð og bréfaskriftir Marilyn Monroe

Viltu sjá vegabréf Marilyn Monroe?

Svona var að vera Playboy leikfélagi á árum áður

SHARE