Lítill einhverfur drengur safnar Pez körlum – Allir Pez karlarnir týndust í flutningum

Ung stúlka auglýsir eftir Pez körlum fyrir einhverfan bróður sinn á Bland.is. Ótrúlega fallegt framtak hjá þessari stúlku og við hvetjum alla til þess að deila þessu áfram og senda drengnum Pez karla ef þið eigið einhverja aflögu. Hér er færslan sem stúlkan setti inn:

hæhæ ég á lítin bróðir sem er 10 ára gamall, hann er greindur með einhverfu, ADHD,ADD og tourette , hann hefur safnað Pez körlun síðan hann var litill , við systkini hans höfun hjálpað honum að safna , hann hefur aldrei viljað nammi , þannig á hverjum laugardegi hefur hann valið sér pez og þannig byrjaði safnið , fyrir ári kveiknaði í húsinu okkar og ákvöddum við að pakka niður öllum pez körlunum hans ásamt öllu dótinu hans þar sem við vissum að við þyrftum að flytja um hús , þann 23 desember vorum við að gera herbergið hans tilbúið og vorum í tárum þegar við sáum að kassin með safninu hans er horfið . allt safnið hans týndist í fluttningunum ásamt fullt af öðrum hlutum frá heimilinu en það eina sem við vorum sár yfir var pez safnið hans . hvernig á að útskýra fyrir 10 ára einhverfum stráki að uppáhalds hlutirnir hans er horfið , hann grét í langan tíma þegar við sögðum honum frá því að pezið er týnt . eina pez sem hann á er það sem hann hefur fengið á þessu ári sem er ekki mikið . það sem ég er að óska eftir er að ef einhver hér á bland á pez sem er á leið í rusl eða á ekki eftir að vera saknað um að senda okkur svo við getum byrjað að safna með honum aftur það myndi vera svo æðislegt að sjá þennan gutta brosa . hann er mjög enstakur strákur og eina sem ég vill gera er að gleðja hann . endilega latið mig vita ef þið eigið eitthvað … heimilisfang mitt er holtsgata 6 245 sandgerði . þið getið líka sent mér póst á fb –https://www.facebook.com/kristiningibjargard plís plís hjálpið okkur að gleðja litla strákinn okkar <3

SHARE