Lítill órangútan grætur eins og lítið barn

Budi er 10 mánaða gamall órangútanungi og hefur verið vanræktur frá því hann fæddist. Fólkið sem átti hann, sem gæludýr, lét hann dúsa í hænsnakofa og þar drakk hann næringarsnauða mjólk.

Litla greyið vælir af sársauka þegar hann er tekinn upp og það koma meira að segja tár í stóru fallegu augun hans.

 

 

***Uppfært – Hér eru ný myndbönd með Budi ****

 

Hér er hann að hitta annan órangútan í fyrsta sinn

Budi og Jemmi eru óaðskiljanlegir

SHARE