Litla syndin ljúfa… Sítrónumuffins með afar ljúfu kremi

Við rákumst á síðu þessara systra á facebook Matarlyst sem var stútfull af girnilegum uppskriftum í framhaldi höfðum við samband og spurði hvort þær vildu ekki deila uppskriftum með lesendum okkar hér á hun.is og okkur sem og örugglega ykkur til mikillar ánægju var svarið já.

Hér kynna þær sig sjálfar til leiks:

” Við Matarlyst systur heilsum ykkur hér á hún.is. Við erum 2 systur frá Akranesi sem höfum unun af því að elda og baka allt milli himins og jarðar. Hugmyndin af því að opinbera uppskriftir og opna snapp, facebook og instagram kom upp fyrir einu og hálfu ári, en eftirspurn var mikil frá fjölskyldu og vinum. Veislurnar okkar vöktu athygli og við sjáum ekki eftir því að hafa startað þessu saman, enda fer fylgjenda hópurinn ört vaxandi. Við þökkum öllum kærlega fyrir að fylgjast með okkur og bjóðum nýja velkomna í hópinn. Á facebook og instagram heitum við Matarlyst en á snappinu er það Matar-lyst með kveðju Ragnheiður og Elísabet Stefánsdætur. ”

Hér kemur uppskrift sem þær kalla litla syndin ljúfa!

Syndinn ljúfa

Hráefni

3 ¾ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 tsk vanilludropar
½ tsk sítrónudropar
Börkur af einni sítrónu fint rifinn
2 msk sítrónusafi kreistur
1 dós sýrður rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður

Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina. Þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín. Bætið einu eggi í einu bætt út í hrærið vel á milli, bætið því næst út í vanilludropum, sídrónudropum, sítrónusafa, berki og sýrðum rjóma út í blandið örlítið saman, blandið þurrefnum saman og bætið út í hrærivélaskálina. Láttið vinna saman í u.þ.b.1 mín.

Setjið í muffinsform gott að nota stíf form, og eða venjulegt muffinsform athugið þá er gott að setja þau ofaní muffinsform úr járni, það heldur við formið.
Bakið við 180 gráður við blástur í u.þ.b 20-22 mín eða þar til gullinn litur er á kökunum.

Hvítt krem

Hráefni:

2,5 dl flórsykur
2 msk sítrónusafi nýkreistur
1- 2 msk rjómi eða nýmjólk jafnvel örlítið meira

Aðferð:

Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til komið er vel saman. Setjið yfir kökurnar, toppið með pínu sítrónuberki (val)

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here