
Halle Berry (56) virðist ekkert eldast og virðist halda endalaust í æskuljómann. Halle deilir oft myndum af sér sem hún tekur við spegil en hún er með yfir 8 milljón fylgjendur á Instagram. Hún deildi þessari mynd nýverið og skrifaði við hana: „Speglar… heiðarlegasti vinur sem þú átt 🤍“

Myndin náði auðvitað mikilli athygli, enda lítur hún ekkert smá vel út.
Halle hefur verið spurð að því hvernig hún haldi sér svona ljómandi og unglegri. Hún hefur deilt því með fjölmiðlum að hún drekki beinasoð: „Þú getur bara búið það til. Ferð til slátrarans og færð öll beinin sem þeir ætla annars að henda. Beinin sýður þú svo í allt að 24 tíma og drekkur svo soðið. Það er svo fullt af kollageni að það er klikkað.“

Halle Berry er ekki sú eina sem hefur mælt með beinasoði en Salma Hayek, kollegi hennar, hefur líka mælt með þessu nákvæmlega sama.

Adolescence – Leyndarmálið á bakvið endinn
Það hafa margir séð þættina Adolescence sem eru á Netflix núna. Þeir fjalla í stuttu máli um fjölskyldu 13 ára drengs sem er handtekinn fyrir

10 matvæli sem þú ættir að sleppa ef þú ert með vefjagigt
Vefjagigt (fibromyalgia) er langvinnur verkjasjúkdómur sem getur valdið síþreytu, vöðvaverkjum og öðrum óþægindum. Rannsóknir benda til þess að mataræði geti haft áhrif á einkenni sjúkdómsins,

Sérsveitin kölluð út á Bolungarvík
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við útkall Lögreglunnar á Vestfjörðum, á Bolungarvík, í dag. Samkvæmt fréttum á Rúv.is vill lögreglan ekki tjá