Lýtalæknir tjáir sig: „Geimveruvæðing nýr heimsfaraldur“

Lýtalæknir nokkur í London, Dr Steven Harris, er harðorður þegar hann lýsir skoðun sinni á fegurðarstuðlum nútímans. Hann segir að fleiri og fleiri líti út eins og „geimverur“ eftir misheppnaðar fegrunaraðgerðir. Steven gagnrýnir kollega sína sem fylla andlit fólks af fyllingum, óháð því hvort það muni líta vel út eður ei.

Steven segir líka að að það sé áhyggjuefni hvernig hið nýja „norm“ sé orðið og það geti haft slæmar afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks. Hann segir líka að margir læknar séu með viðhorfið „lifðu og leyfðu öðrum að lifa“ en honum finnst þetta komið of langt. Læknar hafi fyrst og fremst þá skyldu að „skaða enga manneskju“ og að „meira og meira viðhorfið“ sé hinn nýji heimsfaraldur.

Sjá einnig: Hann fór í fyrstu lýtaaðgerðina 17 ára

Hann birti myndir til að útskýra hvað hann á við með að fólk líti út eins og geimverur, en hann vill meina að rót vandans megi rekja til samfélagsmiðla eins og Instagram. Myndirnar segir hann sýna hvernig skjólstæðingar lækna séu „heilaþvegnir“ því það sé búið að „normalísera“ óhóflegar lýtaaðgerðir.

Þessi mynd er af systur læknisins. Á þeirri til vinstri er hún eins og hún er venjulega og á hinni er búið að breyta henni eins og hún myndi líta út ef hún færi í alltof miklar fyllingar eða fengi lélegar fyllingar. „Orðatiltækið „geimveruvæðing“ vísar til röskunar á einkennum einstaklings sem verður til þess að hann lítur út eins og geimvera,“ segir Steven. „Sumt fólk er með ákveðin einkenni frá náttúrunnar hendi, en vandamálið er að fólk sem er ekki með ákveðin einkenni og lætur búa þau til í andliti sínu og allir líta alveg eins út.“

Sjá einnig: Sjáðu Madonnu eftir nýjustu lýtaaðgerðina

Lýtalæknirinn vill meina að þessi „geimveruvæðing“ hafi orðið til vegna skorts á reglugerðum og „græðgi“ þeirra sem framkvæma aðgerðirnar. Hann vill einnig meina að fegurðarstuðullinn sé svakalega mikið á reiki og oft séu fjölmiðlar að birta myndir af fólki sem augljóslega þjáist af Body Dysmorphic Disorder. 

Sjá einnig: Barbíkonan er að safna fyrir lýtaaðgerðum dóttur sinnar

„Flest okkar, bæði læknar og aðrir, sjá að við erum í heimsfaraldri af offylltum og afmynduðum andlitum og þetta dreifist um heiminn á ógnarhraða,“ segir Steven og bætir við að nú sé það eina sem fólk geti gert er að takmarka skaðann. „Margir hafa misst sjónar á því hvað er eðlilegt og þess vegna vil ég benda á þessa „geimveruvæðingu“, en hún er hættuleg fyrir líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinga okkar.“

SHARE