Madonna nýtir sér hryðjuverkin í París til að kynna nýju plötuna sína

Ný plata er væntanleg frá ókrýndri drottningu poppsins, Madonnu, en til að vekja athygli á plötunni hefur söngkonan gripið til ýmissra ráða.

Madonna hefur undanfarna daga birt myndir á Instagram sem mörgum hafa þótt afar smekklausar. Nýjustu tvær myndirnar sem hún birti eru sjálfsmyndir af henni þar sem hún berar brjóstin en þær myndir sem hún birti á undan til að sýna stuðning vegna hryðjuverkaárásarinnar í París hafi vakið upp mikla reiði.

Myndirnar eru í sjálfu sér ekki það sem hefur vakið upp reiði meðal almennings heldur eru það stikkorðin sem Madonna setti inn við myndirnar til að kynna nýju plötuna sína, Rebel Hearts.

Undir eina myndina af Je Suis Charlie skrifaði söngkonan:

These are very scary times we are living in. Ignorance breeds Intolerance and fear. We can only fight darkness with light. We are all Charlie! #revolutionoflove #rebelhearts

Revolution Of Love er nafnið á einu lagi á Rebel Hearts. Söngkonan stoppaði ekki þarna heldur birti aðra mynd af borgarbúum Parísarborgar samankomna og undir stóð:

We must respect all religions! We must also RESPECT human life!! Killing in the name of G*D is man´s idea not G*D!!!!! #livingforlove #rebelhearts

Madonna hefur almennt ekki verið mjög orðheppin síðustu vikur en þegar plötunni hennar var lekið á netið í desember í fyrra líkti hún lekanum við form af hryðjuverkum. Sú vika til að líkja leka á hljómplötu við hryðjuverk var ákaflega slæm þar sem í sömu viku tók maður í Sydney fólk í gíslingu á kaffihúsi og fjöldamorð voru framin í skóla í Pakistan.

24C7438300000578-0-image-a-3_1421492422900

24C7438800000578-0-image-a-6_1421492501066

24C7A2FB00000578-0-image-a-9_1421492680208

24C7A2F200000578-0-image-a-10_1421492688821

248BDC1000000578-2903653-image-a-26_1420824287644

2420887300000578-2877820-image-a-1_1418839528203

Tengdar greinar:

Madonna gefur fyrirvaralaust út sex ný lög á iTunes

Myndum af Madonnu ófótósjoppaðri var lekið á netið

Giftu 33 pör á Grammy verðlaunahátíðinni – Myndband

SHARE