Maður féll ofan í jarðfall í húsi sínu – Talinn látinn

Maður nokkur í Hillsborough sýslu í Flórída fórst þegar hluti af hús hans féll ofan í jarðfall sem hafði myndast undir því. Jarðföll eru víða þekkt, sum mjög stór eins og t.d. Minyé jarðfallið á Nýju Gíneu og Mammoth hellirinn í þjóðgarðinum í Kentucky. Jarðföll  myndast einkum í kalkbornum jarðvegi sem vatn leikur um. Kalkið skolast burtu með vatninu og eftir er tómarúm, eins konar Ginnungagap.

Slökkviliðsmenn sem komu til bjargar segja manninn fastan undir jarðveginum sem hrundi niður og jörðin opnaðist. Hann hrópaði á hjálp og bróðir hans hljóp til en náði honum ekki upp.

Alls voru sex manneskjur í húsinu þegar þetta gerðist en ekki var hægt að gera neitt. Maðurinn hvarf hreinlega ofan í þetta hræðilega Ginnungagap.

Holan heldur áfram að stækka, er nú um 10 metra breið og 7 metra djúp. Umhverfið holunnar er mjög ótryggt og hefur stórt svæði verið girt af.  Talið er víst að húsið muni allt falla ofan í holuna. Fólk úr næsta nágrenni hefur verið flutt burtu.

Björgunamenn munu freista þess að ná líkama mannsins upp.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here