Maðurinn vildi koss og knús fyrir rabbabara – Hefur þóst vera dýralæknir

Faðir sjö ára stúlku birti á Facebook síðu sinni, fyrir ekki svo löngu síðan, mynd af manni sem hafði áreitt dóttur hans og vinkonu hennar seinasta sumar. Þetta gerðist á höfuðborgarsvæðinu og voru mörg börn að leik á skólalóðinni í skólanum í hverfinu.  Í samtali við Hún.is segir faðir stúlkunnar þetta:

„Þessi maður hafði þá verið að sniglast þarna í kring og hafði ein 12 ára stúlka látið föður sinn vita af því að hann væri þarna. Faðirinn bað hana þá um að hringja í sig ef að hún sæi hann aftur. Hún sér síðan á eftir honum með dóttur mína og vinkonu hennar á leiðinni frá skólanum að íþróttahúsinu rétt hjá og ákveður að elta þau ásamt vinkonum sínum. Hún lætur föður sinn vita og verður síðan vitni að því er hann biður stúlkurnar um að faðma sig og kyssa, í skiptum fyrir rabbabara, sem að mín dóttir gerir, og biður þær um að hitta sig aftur og hafa þetta sem leyndarmál þeirra á milli. Faðir 12 ára stúlkunnar kemur þá á vettvang og spyr manninn hvort hann þekki stelpurnar en hann segist einungis vera í gönguferð. Hann tekur þá mynd af manninum og lætur síðan dóttur sína og vinkonur hennar fylgja dóttur minni og vinkonu hennar heim.“

Lögreglan kom að málinu og yfirheyrði manninn sem viðurkenndi allt nema það að þetta hafi verið af kynferðislegum toga.

Önnur tilfelli hafa komið upp

Þessi maður hafði áður reynt að fá 7 ára stelpur með sér í þeim sama tilgangi og dóttur mannsins og vinkonu hennar, þ.e í því yfiskini að gefa þeim rabbabara og eru einnig vitni af því þar sem þetta var stoppað og hann náði ekki ætlunarverki sínu. Íþróttahúsið í hverfinu er þannig byggt að farir fólk á bak við það, er maður hér um bil komin á nokkuð einangraðan stað þar sem lítið sem ekkert sést til húsa og íbúa – nema til hesthúsana.

Lýgur því að hann sé dýralæknir

Faðir stúlkunnar segir einnig í viðtali við hún.is:

„Hann hafði einnig áður sagt við dóttur mína sem og fleiri börn að hann væri dýralæknir (sem hann laug). En þá hafði sonur vinkonu minnar verið á göngu með hundinn sinn og hundurinn meitt sig. Nokkur börn komu að honum og vorkenndu hundinum. Þá kom umræddur maður og sagðist vera dýralæknir og þetta geta a.m.k fjögur börn staðfest sem og foreldrar stráksins sem var með hundinn.“

Að sögn föður litlu stúlkunnar Þessir atburðir  segir faðir stúlkunnar hafa gerst áður en maðurinn lokkaði dóttur hans með sér og hafði hann enga vitneskju af þeim fyrr en eftir á.

Faðirinn gerður að vonda kallinum

Faðir stúlkunnar sagði á Facebook síðu sinni að hann vildi deila myndinni og frásögninni til þess að vara fólk við þessum manni og koma í veg fyrir að meðvirkni og þöggun verði til þess að maðurinn nái að áreita fleiri börn. Hann segir jafnframt að hann hafi ekki verið að hvetja til áreitis eða ofbeldis gagnvart þessum manni. Að sjálfsögðu voru margir sem deildu þessu á Facebook síðum sínum en hann fann sig samt knúinn til þess að taka myndina og frásögnina út seinna um daginn. Þegar við spurðum hann út í hvers vegna það var sagði hann þetta:

„Ég hef tekið niður myndina enda tel ég að hún hafi nú þjónað sínum tilgangi. Ég hef verið að fá reiði og hótanir á mig og mína fjölskyldu vegna málsins og langar ekki til þess að stofna mínum nánustu í hættu.

Þó hafði samband við mig kona sem að lenti í þessum manni fyrir 34 árum síðan, þegar hún var 6 ára gömul. Hann var kærður en málið látið niður falla vegna skorts á sönnunum. Það er því engin spurning í mínum huga um að vafasamt sé að þessi maður sé í samskiptum við börn en það er erfitt að halda áfram þegar manni finnst öryggi fjölskyldu manns vera ógnað.“

Faðir stúlkunnar mun að öllum líkindum fá á sig kæru fyrir meiðyrði í dag.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here