Mafíósakirkjugarður í Rússlandi – Skrautlegar grafir, sjáðu myndirnar hér

Minnismerki í  Shirokorechenskoye kirkjugarðinum þar sem margir rússneskir glæponar eru grafnir

 Shirokorechenskoye kirkjugarðurinn er í útjaðri Yekaterinborgar sem er talin vera mesta glæpaborg í Rússlandi. Á öllum legsteinunum eru veglegar myndir af guðfeðrunum. Sumir þessara steina eru allt að þriggja metra háir og kosta of fjár. Á þeim eru myndir af vel klæddum gaurum sem standa við flotta bíla, eða þeir sitja til borðs sem hlaðið er kræsingum eða þá þeir standa bara þarna og horfa ógnandi til manns með kreppta hnefa.   Með þessu er fólk minnt á hver hefur töglin og halgdirnar í  borginni sem enn er aðsetur illræmdu bófaklíkunnar  Uralmash 

Á níunda áratug síðustu aldar braust úr stríð milli glæpahópanna og ekki leið á löngu þar til öflugar sprengingar, handsprengjur og vélbyssuskothríð urðu daglegt brauð á götum borgarinnar.  Rússneski bloggarinn Vladimir Markov segir á síðu sinni að þessi grafreitur sé algjörlega rússneskt fyrirbrigði.   Þessar grafir, segir hann eru tákn hinnar dökku hliðar Rússlands, tákn um mútur, spillingu og ofbeldi. Þetta eru grafir guðfeðranna. Þeir láta reisa sér rándýra legsteina, minnismerki um sjálfa sig til að reyna að tryggja að orðspor þeirra deyi ekki þó að þeir séu horfnir af sjónarsviðinu.

Þessu stríði í Yekaterinborg er nú lokið en rússneska Mafían er enn ein öflugustu glæpasamtök í heimi. Talið er að félagar séu yfir 300,000. Samtökin teygja anga sína um allan heim og sumstaðar eru þau nefnd Bratva (Bræðralagið) eða  Vorovskoy mir (löglegir þjófar).  Ferðamenn sem koma til Yekaterinborgar og hafa kjark til að fara í skoðunarferð um kirkjugarðinn taka með því áhættu. Hatur á útlendingum er mikið og mjög algengt að ráðist sé þá og þeir rændir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here