MAGNAÐ: Tálgaðar hauskúpur úr grænmeti og ávöxtum

Graskersskurður er svo “gærdags” eitthvað! Það er mat hins rússneska Dimitri Tsykalov, sem er listamaður og sker út epli, eggaldin, vatnsmelónur og jafnvel kálhausa svo úr verða fremur óhugnarlegar hauskúpur sem tróna glæstar í flestum litbrigðum náttúrunnar á myndunum hér fyrir neðan.

Dimitri fetar ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og daðrar við móður náttúru í útskurðinum, en hann lætur listaverkin gjarna rotna um stund og skeytir þeim saman við fersk og nýútskorin listaverk svo úr verður eggjandi og hrífandi hrá samstæða.

Listamaðurinn rússneski er einnig þekktur fyrir ögrandi verk sín þar sem hann notar hold sem mótunarefni til að senda þróttmikil skilaboð um vanþóknun sína á ómannúðlegri meðferð á dýrum, sóun á matvælum og hungursneyð. Dimitri, sem er fæddur árið 1963, fæddist í Moskvu en býr og starfar í listaborginni París.

 

Fleiri verk Dimitri má nálgast HÉR

carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-1 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-8 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-7 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-6 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-5 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-4 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-9 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-3 carved-fruit-vegetable-skulls-dimitri-tsykalov-2

SHARE