Mamman sem gerir heimilismat að hreinum listaverkum! – Myndir

Samantha Lee frá Malasíu byrjaði árið 2008 að skreyta matinn til að hvetja dóttur sína, þá 19 mánaða gamla, til að borða sjálf.
Lee leitaði að hugmyndum á netinu og fór að búa til sköpunarverk sín með því að nota aðeins hníf og skæri.

Síðan þá hefur henni farið fram. Í dag er hún orðin tveggja barna móðir og byrjar hún á því að teikna hugmyndir sínar á blað til að sjá hvernig þær koma út og koma í veg fyrir að hún hendi mat.

creative-bento-food-designs-samantha-lee-13

 

“Ég kýs að halda matnum eins í laginu og hann er. Ef að ég fer að skera þá til eða í öðruvísí búta þá veldur það því að ég hendi fullt af mat”.  Að elda frá byrjun tekur Lee 30 mínútur til 1 klst. “Ég skreyti matinn á meðan ég elda og það tekur mig 1 klst. að elda frá byrjun þar til maturinn er tilbúinn”.

Að elda og finna karakter er auðveldi hlutinn. “Ég fer í gegnum Instagram til að finna karaktera sem að ég hef ekki útbúið áður eða þá sem að ég er búin að nota sem ég get notað aftur með öðru hráefni og aðferð”.

Síðan ákveður Lee hvort að hún útbýr matinn sem morgunmat, hádegisdag, snarl milli mála eða kvöldmat, en hún heldur sig alltaf við einfalt hráefni. “Það er mun hagkvæmara fyrir fjölskylduna”.

 

HT Arc de Triomphe nt 131015 16x9 608 Plates of Art: Mother Turns Ordinary Food Into MasterpiecesAðaláskorunin er að útfæra framsetningu matarins, listaverkið. “Ég reyni að nota einfaldar aðferðir þannig að það taki mig ekki of langan tíma að skapa karakterana. Ég einfalda þá”.Þrátt fyrir allan metnaðinn sem fer í sköpunarverkið, segir Lee að það sé allra erfitt að fá dætur hennar Elizabeth 6 ára og Evana 4 ára til að borða matinn.

“Það er svo gaman að sjá hvað stelpurnar hafa gaman af að borða og búa til sögur um matinn sem ég útbý”, segir Lee og segir að hún hvetji dætur sínar til að giska á hvað þær sjá á matardisknum. Hingað til hafa þær ekki átt í vandræðum með það.

Samantha er  með síðu á facebook hér

Hún er líka á Instagram með yfir 300 þúsund fylgjendur hér

 

 

SHARE