Mamman úr Everybody Loves Raymond er látin

Leikkonan Doris Roberts (90) er látin en hún lést í svefni á heimili sínu í Los Angeles á sunnudagskvöld.

Sonur leikkonunnar, Michael Cannata, staðfesti þetta við People.

Doris átti 6 áratuga feril en hún vann til 5 Emmy-verðlauna ásamt annarra verðlauna. Þekktust var hún fyrir hlutverk sitt sem Marie Barone í Everybody Loves Raymond en hún lék í seríunni á árunum 1996- 2005.  Doris lék líka gestahlutverk í mörgum vinsælum þáttaseríum á borð við Desperate Housewives, The King of Queens, Grey’s Anatom og Law & Order: SVU

 

SHARE