Manson í kjól og Lady Gaga nakin á forsíðu Candy tímaritsins

Við tökur á forsíðu fyrir Rolling stone tímaritið forðum daga reyndi Marilyn Manson við Lady Gaga, það gekk ekki upp hjá kappanum. En þau gerðu hinsvegar saman remix af smelli Gaga “Love game”. Í dag starfa þau aftur saman og núna er það tvöföld forsíða fyrir tímaritið Candy. Candy tímaritið  er fyrsta “transversal” tímaritið og fagnar trönsum, klæðskiptingum og dragdrottningum.

Tímaritið lætur forsíðustjörnur sínar venjulega klæðast drag þannig að Manson er í kjól á sinni forsíðumynd, á meðan Lady Gaga skellir á sig Dali-líku yfirvaraskeggi, pels og engu öðru. Annað brjóstið nakið líkt og Janet Jackson olli fyrir nokkrum árum miklu hneyksli með á Super bowl og klofið bert.

Það er gaman að sjá að Lady Gaga fer eftir eigin boðskap “I´m as free as my hair.”

Lady-Gaga-Cand-659x909 Marilyn-Manson-Candy-659x909

 

SHARE