Marengsrúlla með kókosbollunum og marssósu

Þessi girnilega dásemd kemur frá Matarlyst á Facebook.

Afar einfalt og fljótlegt er að útbúa marensrúllu, hægt er að útfæra hana á ýmsa vegu þ.e bragðbæta rjómann, eða skreyta með því sem hugurinn girnist.

Þessi er og afar góð, fyllt með kókosbollum og rjóma, toppuð með marssósu, rjóma jarðaberjum, bláberjum og kókosbollum

Njótið vel með kveðju

Marengs

4 eggjahvítur
1 tsk maizena mjöl
220 g sykur

Fylling og toppur

½ l rjómi þeyttur
8 litlar kókosbollur þ.e 1 pakki.
Ber að eigin vali.

Marssósa

1 stk mars
50 g suðusúkkulaði
2-4 msk rjómi

Aðferð

Bræðið saman á lágum hita mars, suðursúkkulaði og 2 msk af rjóma bætið meira af rjóma úr í ef þarf passið að sósan verði ekki of þunn.

Aðferð………..botn og sametning

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Þeytið hvítur þar til þær byrja að freyða, bætið út í maizena og sykri stífþeytið tekur um 4 mín. Prufið að hvolfa skálinni marensinn á ekki að leka.

Setjið bökunarpappír ofan í rúllutertu form smyrjið marensnum jafnt út í formið. Athuguð að formið er ca 39×26 er 2 cm á þykkt.

Ef ekki er til rúllutertuform er hægt að smyrja honum út á bökunnarpappír í ofnskúffu í c.a þessari lengd, breidd og þykkt.Rúllutertuformið gerir botninn jafnann.

Bakið við 180 gráður og blástur í 5 mín, lækkið hitann í 160 gráður bakið áfram í 20 mín.

Talið út og kælið.

Rífið niður bökunnarpappír jafn stóran og botninn leggið ofan á hann, hvolfið botninum.

Þannig að toppurinn snúi niður þá liggur hann á pappír.

Þeytið rjómann, takið slettu frá til að smyrja á toppinn.

Takið bökunnarpappír af botninum, smyrjið rjómanum jafnt yfir brjótið 4 kókosbollur yfir miðjuna á botninum. Rúllið upp með því að notast við bökunnarpappír sem er undir hann heldur við botninn. Færið á disk, látið samskeytin snúa niður. Setjið marssósuna yfir, smyrjið restinni af rjómanum yfir miðju rúllunnar, skreytið að vild.

SHARE