Matarræði og heilsa – Áhugaverðir fyrirlestrar – Myndband

Á vordægrum 2014 var haldin ráðstefna um matarræði og heilsu sem samtökin Heilsufrelsi stóðu fyrir. Fjölmenni sótti ráðstefnuna enda hefur vitundarvakning átt sér stað á undanförnum árum um heilsu og matarræði. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði m.a. um áhrif mataræðis á almenna heilsu, ræktun matjurta, heilsu- og náttúruvernd.

Heilsufrelsi eru regnhlífasamtök sem vilja leggja sitt af mörkum og stuðla að aukinni vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi heilbrigðra lífshátta, sjálfbærni, náttúruvernd og jákvæðra félagslegra úrbóta. Meginmarkmið þeirra er að afla og deila þekkingu til almennings og stuðla þannig að vali einstaklingsins til að taka meðvitaðar ákvarðanir um eigið líf, heilsu og nærumhverfi. Innan heilsufrelsis starfa meðal annars fagráðin Lækningafrelsi, Lyfjafrelsi, Fæðufrelsi og Efnafrelsi. Hvert fagráð er með sína stjórn og meðlimi sem hafa það hlutverk að standa vörð um viðkomandi málaflokk og beita sér í því að miðla upplýsingum til fólks.

Nú hafa fyrirlestrarnir verið birtir í heild sinni á heimasíðu samtakanna heilsufrelsi.is og með góðfúslegu leyfi þeirra fengum við að birta þá hér.

Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi, hópópati, lýðheilsufræðingur MPH, jógakennari– Opnunarræða

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir – Heilsueflandi matarræði


Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við jarðvísindadeild HÍ- Erfðabreyttt fæða og heilsufar


Birna Ásbjörnsdóttir ráðgjafi og nemi í næringarlæknisfræði – Áhrif glútens á andlega og líkamlega heilsu

Gunnar Rafn Jónsson skurðlæknir – Heilsuvernd og náttúruvernd


SHARE