Mánuður 2 (vika 5-8)

Andlitið á fóstrinu heldur áfram að mótast. Eyrun byrja að myndast og byrja sem lítill skinnflipi á hvorri hlið höfuðsins. Litlir stuppar myndast, sem verða að handleggjum og fótleggjum. Fingur, tær og augu eru einnig að verða til.

Taugar eru að myndast, heili, mænan og annar taugavefur miðtaugakerfisins er vel myndaður núna. Meltingarfærin og skynfæri eru að byrja að þróast og brjósk verður að beinum.

Höfuð fóstursins er stórt í hlutfalli við restina af líkamanum á þessum tímapunkti. Á 6. viku er vanalega hægt að heyra hjartslátt fóstursins. Eftir 8. viku er vanalega farið að tala um „fóstur“ en fyrir þann tíma er vanalega talað um „fósturvísa“.

Í lok 2. mánaðar er fóstrið orðið um 2,5 sentimetrar og vegur tæpt gramm.

SHARE