Meðlimur Cirque du Soleil deyr vegna falls

Loftfimleikamaðurinn Yann Arnaud féll harkalega þegar hann var að koma fram á sýningu í Tampa á Flórída 17. mars síðastliðinn.

Farið var rakleiðis með Yann á spítala og en hann lést af sárum sínum.

Hér má sjá fallið.

„Við erum öll í áfalli og hryllilega sorgmædd yfir þessum harmleik. Yann hefur verið með okkur í 15 ár og allir sem kynntust honum elskuðu hann. Næstu daga og vikur munum við einbeita okkur að því að styðja við bakið á fjölskyldunni hans og samstarfsfélögum,“ sagði forstjóri Cirque du Soleil.

Yann skilur eftir sig eiginkonu og tvær ungar dætur.

 

SHARE