Meinhollt sætkartöflusalat

Hún Berglind Ósk Magnúsdóttir er með heimasíðuna www.lifandilif.is

Þar er að finna ýmislegt tengt heilsu og fleira, hér kemur ein góð uppskrift frá henni:

Sætkartöflusalat:

Þetta meinholla sætkartöflusalat er gott eitt og sér eða sem meðlæti.  Þó svo að vætukarsi sé yfirleitt ekki í sætkartöflusalati, þá er þetta dásamleg blanda sem kemur á óvart.  

 

Sætar kartöflur líta yfirleitt ekkert sérstaklega girnilega út en þær eru einstaklega næringaríkar.  Ein kartafla inniheldur meira en dagskammt af beta-carotíni og næstum allt sem þú þarft af c-vítami yfir daginn.  Þær eru góðar fyrir húðina, ónæmiskerfið og hjálpa okkur að halda blóðsykrinum stöðugum.  

Sjá meira: Mexíkóskt salat

Vætukarsi er mjög hreinsandi (auðugur af chlorophyll) og því tilvalinn í ýmsa hristinga.   Hann styrkir ónæmiskerfið, er glúteinlaus og er með hátt hlutfall af ýmsum vítamínum eins og C,E og B.  Einnig er hann auðugur af kalsíumi, magnesíumi, potassiumi og járni.  

Uppskrift:

6 stk. miðlungs stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga

1/4 bolli balsamic vinegar

1/2 bolli vatn

1/4 bolli valhnetur

1/4 bolli rúsínur

1 tsk. dijon sinnep

1 stk. hvítlauksgeiri

1/2 stk. miðlungs stór rauður laukur, skorinn í mjög litla bita

1 stk. rauð papríka, skorin í litla bita

1 búnt vætukarsi, stilkarnir fjarlægðir

Svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  • Setjið sætu kartöflurnar í pott og sjóðið þar til tilbúnar, uþb. 8-12 mínútur.  Þurrkið.
  • Á meðan kartöflurnar sjóða, útbúið dressinguna.  Blandið saman vínegarinu, vatni, valhnetum, rúsínum, sinnepi og hvítlauk í góðum blandara eða matvinnsluvél.  Blandið þar til mjúkt.  
  • Setjið kartöflurnar í stóra skál með lauknum, papríkunni og vætukarsanum.  
  • Blandið dressingunni saman við salatið og piprið eftir smekk.   Hægt að bera fram heitt eða kalt.  

Það er svo frábært hvernig hún lætur fylgja fróðleik um innihald hráefnis.

Sjá meira: Hvernig er best að frysta berin?

Ég hvet ykkur til að kíkja á síðuna hennar og facebooksíðuna.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here